Kennarar

Yfirkennari

Magnús Ásbjörnsson, 6. dan

Magnús hefur æft Ju Jitsu frá árinu 1989 bæði hérlendis sem erlendis. Hann hefur sinnt kennslu hjá Ju Jitsufélagi Reykjavíkur frá árinu 2000 og tók við sem yfirkennari félagsins árið 2011.

sensei@sjalfsvorn.is

Aðrir kennarar

Guðmundur Arnar Guðmundsson ( 3. dan)

Guðmundur hefur æft Ju Jitsu hjá félaginu frá árinu 2001, og hefur kennt börnum jafnt sem fullorðnum, byrjendum sem lengra komnum. Guðmundur gráðaði til svarts beltis árið 2006.

Ívar Gunnarsson (1. dan)

Ívar hefur æft hjá félaginu frá árinu 2012, og hóf að aðstoða við kennslu barna og unglinga árið 2015. Hann gráðaði til svarts beltis árið 2018.

Gilles Tasse (1. dan)

Gilles hefur lagt stund á sjálfsvarnarlistir í yfir 25 ár. Hann er með brúnt belti í shotokan Karate, og var verðlaunahafi í þungavigtarflokki í Kumite árið 2004. Hann er sömuleiðis með brúnt belti í júdó frá árinu 2019.

Georg Ziegler (1.dan)

Georg hefur lagt stund á Ju Jitsu hjá félaginu frá árinu 2013 og gráðaði til svarts beltis 2019.