Ju Jitsufélag Reykjavíkur

Kennarar

Yfirkennari félagsins er Magnús Ásbjörnsson, 6. dan

tímatafla

2 fríir prufutímar, kíktu endilega í heimsókn og fáðu að prófa. Allir velkomnir, frá 10 ára aldri og uppúr.

alþjóðasamtök

Við erum aðili að Shogun Ju Jitsu International

hafðu samband

Ju Jitsufélag Reykjavíkur

Ármúla 19, 108 Reykjavík

sensei@sjalfsvorn.is

+354 863 2804

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum fyrir tilkynningar og nýjustu fréttir úr starfinu:

Hver erum við?

Ju Jitsufélag Reykjavíkur eru áhugasamtök rekin í sjálfboðavinnu. Við erum aðilar að Shogun Ju Jitsu International, og Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Hjá okkur æfa bæði börn og fullorðnir hefðbundið japanskt Ju Jitsu sem felur í sér fjölþætta blöndu af lásum, tökum, spörkum, kýlingum, kyrkingum og köstum. Æfingar miða að því að auka getu, þol, styrk og sjálfstraust og þar sem ekki er keppt í þessarri grein miðast öll okkar nálgun við færni til sjálfsvarnar.

Mig langar að prófa

Ef þig langar að prófa þá hvetjum við þig eindregið til að mæta í prufutíma hjá okkur í byrjenda-, eða sameiginlegum tíma (sjá tímatöflu). Í byrjendatímum erum við stöðugt að fara yfir grunnatriðin svo þú getur komið og tekið fyrstu skrefin hvenær sem er! 

Ju Jitsu hentar fólk á öllum aldri, og hver og ein(n) nálgast íþróttina út frá sinni eigin getu og líkamlegu heilsu.

Ekki þarf annan fatnað eða búnað en léttan íþróttafatnað til að koma og prófa, við sömuleiðis æfum berfætt svo innanhússkór eru ónauðsynlegir. Sturtu-, og búningsaðstaða er á staðnum svo gott er að koma með handklæði. Svo er það bara að mæta með bros á vör og við hlökkum til að taka vel á móti þér!

Byrjendatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga:

Börn og unglingar, 10 – 15 ára kl. 17:30 – 18:30

Fullorðnir, 16 ára og eldri kl. 20:00 – 21:00

hagnýtar upplýsingar

Upplýsingar um verðskrá, greiðslumöguleika, og beltakerfi

Skráning

Ef þú ert búin(n) að koma í prufutíma eða bara ætlar að endurnýja skráninguna þína þá gerum við það gegnum  skráningarkerfið Nóra. Þar skrárðu þig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli: